Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. maí 2024

Ummerki eru um vegur hafi gefið sig þegar rúta valt á Rangárvallavegi á Suðurlandi í gær. Sjö voru fluttir með þyrlu á Landspítalann og er ástand þeirra stöðugt.

Talið er sex hundruð og sjö tíu manns hafi farist í mikilli aurskriðu sem féll á þorp í Papúa Nýju-Gíneu um helgina. Björgunarstarf gengur erfiðlega og skriðuhætta enn mikil.

Aukin rafleiðni hefur mælst í Jökulsá á Sólheimasandi síðustu sólahringa og hefur sterk brennisteinslykt fundist á svæðinu.

Lögreglan hefur enn til rannsóknar fjögur mál þar sem fullorðinn karlmaður veittist börnum í Hafnarfirði. Foreldrar í bænum ætla áfram vakta gönguleiðir næstu daga og fylgja börnum í skólann.

Úkraínuforseti biður Bandaríkjaforseta og forseta Kína um mæta á leiðtogafund í Sviss í sumar. Þar er ætlunin ræða leiðir til friðar í Úkraínu.

Þingmaður Viðreisnar segir brýnt eyða lagalegri óvissu um netverslanir með áfengi. Málið verður tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.

Nauðsynlegt er rannsaka drómasýki í hrossum og rækta hana úr íslenska stofninum segir dýralæknir sem tekur þátt í því þróa leið til þess greina sýkina í folöldum. Taugasjúkdómurinn veldur svefnköstum og í flestum tilfellum eru folöldin felld.

Það ræðst innan skamms hvort Freyr Alexandersson haldi liði Kortrijk Kortrejk uppi í efstu deild fótboltans í Belgíu - nokkuð sem þótti kraftaverk þegar hann tók við þjálfun liðsins í vetur.

Frumflutt

26. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,