Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. desember 2024

Fellibylur olli mikilli eyðileggingu á Mayotte-eyjaklasanum MEIOTT á Indlandshafi á laugardag. Talið er nokkur hundruð manns eða jafnvel þúsundir hafi farist.

Símum, skartgripum, lyfjum og miklum peningum er reglulega rænt á hjúkrunarheimilum. Forstjóri Hrafnistu segir þetta alvarlegt og erfitt þar sem allir liggi undir grun á meðan mál eru óupplýst.

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sitja við ríkisstjórnarmyndun. Formaður Viðreisnar er bjartsýn á stjórn verði mynduð fyrir áramót fyrir áramót.

Ríkisstjórn Ísraels ætlar þenja út landtökubyggðir á Gólan-hæðum, sem tilheyra Sýrlandi. Stjórnvöld í Þýskalandi hvetja Ísraela til virða yfirráðasvæði Sýrlands.

Vonir standa til Seesaw-kerfið verði tekið upp á í grunnskólum eftir þriggja ára hlé. Persónuvernd sektaði Reykjavík og Kópavog fyrir notkun kerfisins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi.

Á þriðja hundrað bátar hafa fengið úthlutað grásleppukvóta samkvæmt nýjum lögum um grásleppuveiðar. Flestir bátarnir eru gerðir út við Breiðafjörð.

Um hundrað kíló af skötu fara til Íslendinga á Spáni fyrir jólin. Skötusali segir skötuhefðina fylgja þjóðinni út fyrir landsteinana.

Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari liðsins í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari. Þetta eru elleftu gullverðlaun Þóris með liðið.

Frumflutt

16. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,