Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. maí 2024

Þrýstingsbreyting mældist í borholu HS Orku í Svartsengi í morgun. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um yfirgefa Svartsengi og snúa sér öðrum verkefnum. Mælar Veðurstofunnar sýna engin merki um breytingar.

Ísraelskir heilbrigðisstarfsmenn segja sjúklingar, sem grunaðir eru um aðild Hamas-samtökunum, séu hlekkjaðir við sjúkrarúm og skornir upp án verkjalyfja. Mannréttindi þeirra séu fótum troðin til fram hefndum fyrir árásirnar 7. október.

Rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabankans á mögulegum lögbrotum í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokastigi. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt þeir sem fóru svig við lög og reglur fái ekki taka þátt í næstu sölu.

Þúsundir Írana söfnuðust saman í borgum landsins í morgun til votta Ebrahim Raisi, fyrrverandi forseta landsins, virðingu sína, en hann fórst í þyrluslysi á sunnudag. Samkvæmt stjórnarskrá verður kjósa nýjan forseta innan fimmtíu daga.

Stjórnarmyndunarviðræður í Hollandi eru í uppnámi eftir líklegasti kandidatinn í stól forsætisráðherra dró sig í hlé vegna ásakana um spillingu.

Brák íbúðafélagi og verktakafyrirtækinu Hrafnshóli ber ekki saman um hvað hefur valdið miklum töfum á byggingu fjölbýlishúsa í Fellabæ og á Seyðisfirði. Hrafnhóll segir íbúðafélagið vanfjármagnað. Brák hafnar því og vill rifta samningum.

Frumflutt

21. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,