Hádegisfréttir

12.01.2026

Stjórnvöld í Íran eru bæði tilbúin til samningaviðræðna við Bandaríkin eða stríð, segir utanríkisráðherra landsins. Forseti Bandaríkjanna skoðar möguleikann á hernaðaríhlutun í Íran, vegna mótmælanna sem ekkert lát er á.

Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður á löngum kafla undir Vatnajökli síðan í gær vegna óveðurs og verður ekki opnaður fyrr en á morgun. Ferðamenn komast ekki skoða Jökulsárlón og sitja fastir á Hornafirði.

Tveir karlmenn voru handteknir á Selfossi í gær. Málið tengist ekki skipulagðri glæpastarfsemi en lögregla taldi ástæðu til kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra til tryggja öryggi.

Sóttvarnalæknir segir ólíklegt mislingar breiðist út í samfélaginu þrátt fyrir barn hafi greinst með sjúkdóminn í síðustu viku. Hún hvetur fólk til kanna hvort það er bólusett.

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og bæjarstjóri er látinn, áttræður aldri.

Fimbulkuldi gerði vart við sig á Norðurlöndum í gær og frost fór í nærri 20 stig í Danmörku. Veður hefur farið hlýnandi en búist er við snjóþyngd geti valdið usla í Noregi.

Spennugamanmyndin One Battle After Another hlaut flest verðlaun þegar Golden Globe-verðlaunin voru veitt í nótt.

Meta segist hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlareikninga í Ástralíu eftir samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tók gildi í desember.

Frumflutt

12. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,