Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. janúar 2025

Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir lagasetningu til skoðunar komi til verkfalla kennara um mánaðamótin. Óvíst er um framhald funda og deilan er í hnút.

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það hafi komið sér í opna skjöldu leyfi til vista hælisleitendur í JL-húsinu hafi verið fellt úr gildi. Afleiðingarnar eigi eftir koma í ljós.

Leiðtogar í stjórnmála- og viðskiptalífi á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss bíða í ofvæni eftir ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hann heldur síðar í dag.

Rúmlega 3500 tillögur hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Frestur til skila inn tillögum rennur út í dag.

Svæði á við hálfan Garðabæ brann á nokkrum klukkustundum í Kaliforníu í gærkvöld og nótt. Tugir þúsunda hafa þurft yfirgefa heimili sín.

Það kemur í ljós í dag hvort íslenska kvikmyndin Snerting, fær tilnefningu til Óskarsverðlauna. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en eldarnir vestanhafs höfðu áhrif á kynningarstarf.

Í Dalabyggð eru 118 íbúðir þar sem enginn á lögheimili. Flestar eru orlofshús og sveitarstjóri í Dalabyggð segir skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.

Eftir frækinn sigur á Egyptum í gær er íslenska landsliðið með pálmann í höndunum á HM í handbolta. Sigrum fjölgar sem og trylltum Íslendingum á pöllunum í Zagreb.

Frumflutt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,