Rýmingum hefur verið aflétt í Neskaupstað. Um 190 Norðfirðingar og Seyðfirðingar hafa þurft að vera að heiman síðustu daga vegna snjóflóðahættu. Gert er ráð fyrir að rýmingum á Seyðisfirði verði aflétt síðar í dag.
Rafmagn er komið til allra heimila á Austurlandi sem urðu rafmagnslaus í áhlaupinu um helgina. Varaafl er þó enn keyrt í dreifbýli. Tugir rafmagnsstaura brotnuðu í óveðrinu
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa borðað e.coli-mengaðan mat í leikskólanum Mánagarði í haust. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa boðað tveggja ára átak til að auka vitund fólks um e.coli-smit í kjöti.
Nýr Bandaríkjaforseti, telur að Danir láti til leiðast og gefi Grænland eftir. Það sé svo dýrt fyrir Dani að halda Grænlandi uppi.
Umhverfisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á fyrstu dögum þingsins til að koma í veg fyrir frekari tafir Hvammsvirkjunar og eyða óvissu um framkvæmd laga um stjórn vatnamála.
Það er stutt á milli leikja íslenska karlalandsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu. Eftir góðan sigur á Slóveníu í gær er komið að Egyptalandi á morgun. Egyptar unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðil eins og Ísland.