Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. janúar 2025

Mikið fannfergi er á Austfjörðum og hættustig vegna snjóflóða er í gildi á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Þar voru hús rýmd í gær og ákveðið í morgun rýma fleiri á Seyðisfirði. Nokkur stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í morgun.

Rafmagn fór af víða á Austurlandi í nótt þegar staurar brotnuðu eða línur slitnuðu vegna ísingar. Viðgerðarmenn frá Rarik eru á leið austur. Viðgerð gæti í verstu tilfellum tekið nokkra daga.

Ekkert netsamband er á Grenivík og nágrenni eftir ljósleiðari fór í sundur í Fnjóská. Mikill ís er í ánni sem flæðir yfir bakka sína og aðstæður til viðgerðar eru erfiðar.

Greiðslumiðlun netbanka niðri í um klukkustund í morgun. Forstjóri Reiknistofu bankanna segir flest benda til bilunin hafi stafað af kerfisvillum innanhúss. Þær verði greindar betur.

Donald Trump boðar holskeflu nýrra forsetatilskipana um leið og hann tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Hann sver embættiseið í dag.

Vopnahlé á Gaza, sem hófst í gær, hefur haldið. Þrjár konur sem fengu frelsi í gær eftir hafa verið í haldi Hamas-samtakanna í 15 mánuði fögnuðu frelsi sínu ásamt fjölskyldum sínum.

Bláa lónið áætlar allt 140 manns vinni í Hoffelli þegar nýr baðstaður við Hoffellsjökul, hótel og ferðaþjónusta verða tekin þar til starfa.

Ísland og Slóvenía mætast í lokaleik riðlakeppninnar á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn er mikilvægasti til þessa á mótinu.

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,