Dominique Pelicot hlaut þyngsta mögulega dóm í Frakklandi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni árum saman og leyft öðrum mönnum að nauðga henni. Fimmtíu aðrir hlutu frá þriggja ára upp í fimmtán ára dóma.
Hugsanlegt er að ný ríkisstjón verði kynnt fyrir jól. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks Fólksins eiga fund síðar í dag.
Rússlandsforseti vildi á árlegum maraþon-blaðamannafundi sínum í morgun ekki gefa nákvæma tímasetningu á því hvenær Úkraínuher verði hrakinn frá Kursk. Þá kvaðst hann ekki enn hafa hitt Sýrlandsforseta sem nýlega fékk hæli í Rússlandi.
Stærsti jarðskjálfti í yfir þrjátíu ár mældist í Ljósufjöllum á Vesturlandi í gærkvöld. Vísbendingar eru um að kvika kunni að vera að safnast fyrir á miklu dýpi.
Verðbólga stendur í stað milli mánaða og mælist fjögur komma átta prósent. Það hægir á hækkun húsnæðisverðs, en verðbólga án húsnæðis eykst lítillega.
Tveir sögðu sig úr stjórn útgáfufélags Heimildarinnar, áður en ræða átti yfirvofandi yfirtöku á Mannlífi. Stjórnin segir að fjölskyldutengsl milli miðlanna komi málinu ekki við.
Fram og Afturelding eru komin í undanúrslit í bikarkeppni karla í handbolta. Vonbrigðin báru leikmann Vals ofurliði að leik loknum.