Stjórnvöld í Rússlandi heita tafarlausum hefndum vegna morðs á hershöfðingja í Moskvu í morgun. Leyniþjónusta Úkraínu réð hann af dögum í sérstakri aðgerð.
Ritun stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er hafin sem gefur sterka vísbendingu um að myndun ríkisstjórnar þessara flokka sé í burðarliðnum. Ekkert hefur verið gefið upp um skiptingu ráðuneyta nema að þeim verði fækkað.
Verð á sumri matvöru, til dæmis kaffi, hefur hækkað þrefalt meira en almennt verðlag. Formaður Neytendasamtakanna segir engu líkara en að farið sé að panta verðhækkanir fram í tímann - birgjar þurfi að sýna ábyrgð.
ASÍ hefur þungar áhyggjur af stöðu ætlaðra þolenda Quangs Lés. Brýnt sé að verðandi ráðherrar taki vinnumansal föstum tökum; málið hafi mikið fordæmisgildi.
Borgarstjóri segir að mögulegur fyrirtækjaleikskóli Alvotech myndi starfa eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar líkt og aðrir leikskólar. Þar yrðu líka önnur börn en börn starfsfólks og forgangsraðað eftir aldri barna.
Ekki var að sjá að loðnan væri langt komin í hrygningargöngu sinni austur með landinu, í vikulöngum rannsóknarleiðangri sem lauk í gær. Því er ekki talið aðkallandi að fara strax eftir áramót í frekari mælingar.
Neyðin er mikil í ár segir kona sem sinnt hefur mataraðstoð á Akureyri undanfarinn áratug.
Verðandi Bandaríkjaforseti sakar ríkisstjórn landsins um að leyna upplýsingum um torkennileg loftför sem sést hafa yfir New Jersey. Stjórnvöld hafna þessu.
Ísland á ágætis möguleika á að komast áfram á EM kvenna í fótbolta 2025 að mati sérfræðings.