Leigufélagið Búseti ætlar ekki að sætta sig við ellefu þúsund fermetra vöruhús steinsnar frá fjölbýlishúsi sínu í Breiðholti. Félagið gerir kröfur um breytingar.
Tilkynningum til barnaverndar um áhættuhegðun fjölgaði um nærri 18% á fyrstu mánuðum ársins borið frá fyrra ári. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu kallar eftir samstilltu átaki vegna aukins vanda barna.
Ísraelsmenn hafa gert tugi loftárása á Sýrland í nótt, að þeirra sögn til að hindra hryðjuverkastarfsemi í landinu. Um 7.600 flóttamenn hafa snúið aftur til landsins frá Tyrklandi eftir valdaskiptin fyrir viku.
Vinna við ritun nýs stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefst á næstu dögum. Formenn flokkanna vona að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn fyrir áramót.
Tveir voru handteknir eftir líkamsárás á bar í Breiðholti í gærkvöldi. Svo virðist sem barefli hafi verið beitt við árásina.
Ráðherrar tíu ríkja, þar á meðal Íslands, koma saman í Tallin, höfuðborg Eistlands, á morgun til að ræða öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra sækir fundinn í stað forsætisráðherra.