Óvenju þung staða er á Barnaspítala Hringsins vegna RS-veirunnar og yfir hundrað börn hafa þurft að leggjast þar inn í vetur. Yfirlæknir vill að stjórnvöld bregðist við og fjárfesti í nýju mótefni.
Forseti Suður-Kóreu hefur verið ákærður til embættismissis fyrir herlög sem hann setti á í síðustu viku. Hann hefur nú vikið úr embætti meðan stjórnarskrárdómstóll tekur mál hans fyrir.
Ríkið þarf að koma til móts við sveitarfélög á Suðurnesjum eigi þau að sameinast. Verkefnastjórn um sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar leggur til að beðið verði með formlegar viðræður þar til viljayfirlýsing um slíkan stuðning hefur borist frá stjórnvöldum.
Bændur í dreifbýli Múlaþings voru farnir að reyta hár sitt og skegg, kveikja í rusli og bölva hrafninum vegna mikilla tafa á sorphirðu sem enginn virtist ætla að sinna. Múlaþing biðst afsökunar og segir tafirnar vegna kæru á sorpútboði. Allt sé að komast á rétt ról.
Eftirspurn eftir tónleikum strákasveitarinnar Iceguys hefur slegið öll met. Uppselt er á fimm tónleika á tveimur dögum og meira en 40 þúsund manns hafa keypt miða. Aðdáendur eru bæði börn og fullorðnir.
Upptaka af 12 óútgefnum lögum eftir Michael Jackson fannst fyrir tilviljun á dögunum. Höfundarréttur gæti þó komið í veg fyrir að þau muni nokkurn tímann heyrast opinberlega.