Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. nóvember 2024

Hátt í 40 þúsund hafa þegar kosið utan kjörfundar. Kjósendur í Norðausturkjördæmi tóku við sér í morgun og kusu, til atkvæði þeirra komist tímanlega til skila. Spáð er vonskuveðri um helgina með éljum og skafrenningi, og ófærð á vegum. Starfsfólk Landskjörstjórnar átti fund með veðurfræðingum, kjörstjórnum og Vegagerðinni í morgun.

Viðgerð á háspennulínunni frá Svartsengisvirkjun er ljúka og rafmagni veður hleypt á hana eftir hádegi. Þar með kemst raforkuframleiðsla í Svartsengi á fullt.

Heilbrigðisyfirvöld greiddu Origo tæplega þrjá milljarða á árunum 2020 til 2023 fyrir hugbúnað. Stjórnarmaður í Læknafélaginu segir tölvukerfið umdeilt enda bili það oft.

Uppreisnarmenn hafa lagt undir sig 50 þorp í norðurhluta Sýrlands undanfarna daga. Yfir 240 hafa verið drepnir í átökunum, sem er mesta mannfall í tæp fimm ár.

Dæmi eru um fólk hafi tapað háum fjárhæðum í viðskiptum á netinu, segir formaður Neytendasamtakanna. Á tilboðsdögum, sem standa yfir, er mikilvægt kanna hvort sölusíður séu ekta.

Evrópumót kvenna í handbolta hófst í gær. Fyrsti leikur Íslands er í kvöld þegar Ísland mætir Hollandi.

Frumflutt

29. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,