Vonskuveður er á landinu í dag og á morgun. Flug fellur niður, búist er við öflugum vindhviðum suðaustanlands.
Útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda eiga að dragast saman um tæpa tvo milljarða á næsta ári. Fjárlagafrumvarpið var rætt á þingi í morgun og er stefnt á að afgreiða það eftir helgi. Persónuafsláttur örorku- og eftirlaunaþega sem búa erlendis fellur ekki niður um áramót eins og til stóð.
Tilnefning Roberts Kennedys í embætti heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna er harðlega gagnrýnd. Hann er sagður hættulegur heilsu þjóðarinnar.
Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri kynntu í morgun þrettán aðgerðir til þess að auka skilvirkni landmæravörslu. Ráðherra væntir þess að greiningarmiðstöð verði flutt úr Reykjavík á Keflavíkurflugvöll á næsta ári.
Tíu dagar eru í boðað verkfall lækna og samninganefndir sitja við. Nauðsynlegasta læknisþjónusta verður veitt. Formaður Læknafélagsins, segir að það þurfi að meta hvert tilvik.
Rúmlega 67 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi. Hátt í fimmtungur mannfjöldans.