Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. nóvember 2024

Vegurinn um Ísafjarðardjúp er lokaður vegna aurskriðu. Síðan í gærkvöld hafa aurskriður fallið víða á Vestfjörðum. Nokkrir bílar lentu í skriðum en enginn slasaðist. Neysluvatn á Flateyri og í Bolungarvík er mengað vegna leysinga og engin starfsemi er í fjórum matvælafyrirtækjum í Bolungarvík.

Formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands á bágt með trúa því mál Jóns Gunnarssonar snúist um hvalveiðar enda líti umhverfisverndarsamtök svo á þeim meira og minna lokið hér.

Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands, verður líkindum staðfest í dag sem nýr utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún og aðrir tilnefndir framkvæmdastjórar ESB hafa í dag svarað spurningum þingmanna í Evrópuþinginu, sem staðfesta skipun þeirra

Fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum er helsta verkefni COP 29 loftslagsráðstefnunnar í Aserbaísjan. Formaður Landverndar er svartsýnn á niðurstöðu.

Það er ekki nóg vera í leikfimi ef fólk getur ekki lifað á ellilífeyrinum frá Tryggingastofnun, segir formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Stjórnmálamenn verði ekki látnir í friði því ekki hægt gleyma svo stórum hópi.

Þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta kynnir klukkan tvö hópinn sem fer á Evrópumótið í handbolta. Ísland er á leið á mótið í fyrsta sinn í tólf ár.

Frumflutt

12. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,