Fylgistap Sjálfstæðisflokksins kann að skýrast af því að Miðflokknum hafi tekist betur að setja borgaraleg hægri gildi á dagskrá, segir ritari Sjálfstæðisflokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir nýja skoðanakönnun pólitísk stórtíðindi og að hrikta hljóti í stoðum í Valhöll.
Pétur Jökull Jónasson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir sinn þátt í að smygla hundrað kílóum af kókaíni til landsins.
Foreldrar á Akureyri vilja að brugðist verði við eftir að unglingspiltur ógnaði yngri börnum með hníf um helgina. Forstöðumaður Barnaverndar Eyjafjarðar segir að fólk verði að treysta því að tekið sé fast á málum sem þessu.
Fimm voru drepnir í hernaðaraðgerðum Ísraelshers í mosku á Vesturbakkanum í morgun. Alþjóðastofnanir óttast að átökin breiðist út til annarra landa.
Engin varnaðarorð var að finna í skýrslu vísindamanna frá 2017 um íshellaskoðanir á sumrin, segir fyrrverandi stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Engum hafi heldur dottið í hug að leggja í hellaferðir á þeim árstíma.
Hótanir í garð nýju matvöruverslunarinnar Prís hafa ekki komið til Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri þess segir heildsala stundum ekki geta rökstutt mikinn afslátt til stærstu matvörukeðjanna.
Bændasamtökunum hugnast illa að erlend fyrirtæki kaupi jarðir matvælaframleiðenda undir skógrækt. Íslenskir bændur eigi að vera í fararbroddi í skógrækt til kolefnisjöfnunar.
Róbert Ísak Jónsson keppir síðdegis til úrslita í 100 metra flugsundi á Ólympíumóti fatlaðra í París. Hann tryggði sig áfram úr undanriðlum í morgun.