Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8. ágúst 2024

Carles Puigdemont, fyrrum leiðtogi Katalóníu, sneri aftur til Barcelona í dag eftir sjö ára sjálfskipaða útlegð. Yfir honum vofir handtökuskipun og lögregla reynir eftir fremsta megni hafa hendur í hári hans.

Matvælaráðherra segir afar brýnt Ísland svari sem fyrst kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA um löglega förgun á aukaafurðum dýra. Lausnin felist í aðkomu ríkisins förgunarstöð fyrir skaðlegar dýraleifar sem á reisa í Eyjafirði.

Stjórnvöld í Ísrael ætla svipta nokkra sendifulltrúa Noregs á Vesturbakkanum stöðu sinni sem diplómata. Utanríkisráðherra Noregs segir þetta hafa áhrif á getu norska ríkisins til hjálpa Palestínumönnum.

Ókvæðisorð á nýmáluðum regnbogafána blöstu við Hvergerðingum í morgun. Bæjaryfirvöld ætla bregðast við með stærri og bjartari fána.

Þyrla fer um 240 ferðir með byggingarefni upp fossinum Dynjanda á Vestfjörðum í vikunni. Verið er byggja útsýnispalla við fossinn en ítrekað hefur þurft fresta framkvæmdum vegna veðurs.

Langmest sást af langreyði í hvalatalningu Hafrannsóknarstofnunar við landið í sumar. Hvalasérfræðing grunar hnúfubak fjölga.

Nítján ára piltur var handtekinn í gær fyrir skipuleggja hryðjuverk fyrir tónleika Taylor Swift í Vínarborg um helgina. Búist var við um 65 þúsund tónleikagestum.

Frumflutt

8. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,