Sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi segir löngu tímabært að uppfæra viðbragðsáætlun vegna Kötlugoss.
Innviðaráðherra segir það áskorun að búa í návígi við Mýrdalsjökul. Kortleggja þurfi náttúruvá betur og hafa varann á.
Glæpamenn í Danmörku láta sænsk ungmenni í auknum mæli fremja fyrir sig ofbeldisverk. Tveir sænskir unglingar eru í haldi eftir skotárásir í gær.
Aurskriða féll á Strandaveg í Árneshreppi og er vegurinn lokaður. Veðurstofan varar við skriðuföllum bæði á Suðurlandi og á Ströndum um helgina.
Mikil umræða var á samfélagsmiðlum í gær um hnefaleikakonuna Imane Kjelif. Formaður Samtakanna 78 segir hana mögulega í lífshættu.
Skipuleggjendur og gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru viðbúnir gulri veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands. Gestur í Herjólfsdal segir að veðrið dragi ekki úr gleðinni.
Veðrið var almennt fremur óhagstætt í júlí miðað við árstíma. Rigningarmet féllu á Vesturlandi og sólskinsstundir voru verulega fáar í Reykjavík.