Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. október 2023

Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins hefur áhyggjur af getuleysi íslenskra stjórnvalda til takast á við mansal. Dæmi er um barnunga stúlku sem seld var í vændi og gift mun eldri manni.

Ísraelsher sendi fótgönguliða og skriðdreka inn á Gaza í morgun. Enginn staður á Gaza er öruggur segja Sameinuðu þjóðirnar. Leiðtogar Evrópusambandsríkja ræða sameiginlega afstöðu til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Forsvarsmönnum KFUM og K er brugðið vegna ásakana á hendur séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félaganna, sem greint er frá í nýrri ævisögu.

Seðlabankastjóri segir af og frá á Íslandi lífskjarakrísa. Undanfarin misseri hafi átt sér stað gríðarleg millifærsla frá sparifjáreigendum til þeirra sem tekið hafi fasteignalán.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga heldur áfram. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í dag.

Víðtæk leit stendur yfir manni sem varð sextán bana í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum í gærkvöld.

Íslendingar ávísa undanþágulyfjum í meiri mæli en Svíar. Forstjóri Lyfjastofnunar segir öllum ráðum beitt til fjölga markaðsleyfum fyrir lyf.

Repúblikaninn Mike Johnson sem kjörinn var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær lét það verða sitt fyrsta verk í nýju embætti leggja fram ályktun um stuðning við Ísraela.

Píeta-samtökin opna í dag Píetaskjól á Ísafirði. Þetta er þriðja slíka athvarfið á landsbyggðinni og það fyrsta á Vestfjörðum.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

,