Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. október 2023

Ísrael gerði árás á kirkju á Gaza í nótt. Flutningabílar hlaðnir hjálpargögnum bíða enn eftir komast til íbúa Gaza. Vel á annað hundrað mætti á samstöðufund við Ráðherrabústaðinn í morgun og krafðist þess íslensk stjórnvöld fordæmdu hernað Ísraela.

Yfirlögregluþjónn hjá miðlægr­i rann­sókn­ar­deild lögreglu­ viðurkennir hún hafi gert mistök við vettvangsrannsókn í manndrápsmáli í Drangahrauni. Dóttir hins látna fann mögulegt morðvopn í íbúð föður síns í vikunni, fjórum mánuðum eftir lögregla gerði húsleit og yfirsást hnífurinn.

Á öðrum degi Hringborðs norðurslóða verður meðal annars rætt um stefnu stórvelda á norðurslóðum, loftslagsmarkmið og varnarmál.

Miklar breytingar á lífríki hafsins við Ísland og hröð súrnun þess komu lífeðlisfræðingi Hafrannsóknastofnunar mest á óvart við könnun vísindanefndar loftslagsmála á ástandi sjávar.

Slökkvilið fær rýmri heimildir til úttektar á íbúðarhúsnæði, nái breytingar á lögum um brunavarnir fram ganga og hægt verður skrá búsetu í atvinnuhúsnæði.

Rjúpnaskytta á Egilsstöðum segir veður óhentugt og snúið finna fugl á fyrsta degi veiðinnar. Veiða alla daga vikunnar nema miðvikudaga og fimmtudaga. Veiðimenn telja ekki þörf á þeim takmörkunum, menn sýni hófsemi og veiði í jólamatinn fyrir sig og sína.

Hollywood-leikarar geta talist verkfallsbrjótar klæðist þeir hrekkjavökubúningum sem byggjast á þekktum persónum af hvíta tjaldinu. Þeir hafa verið í verkfalli síðan í sumar.

Frumflutt

20. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,