Bandaríkjaher gerði loftárásir á Nígeríu á jóladag í samstarfi við nígerísk stjórnvöld. Árásirnar beindust að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.
Úkraínuforseti ætlar að funda með Bandaríkjaforseta í náinni framtíð í von um að binda endi á innrásarstríð Rússa. Hann segir margt hægt að gera áður en árið er liði.
Kveikt var á olíulömpum, eldað á prímus og spilin dregin fram á Gemlufalli í Dýrafirði þegar rafmagnið fór af á jóladag. Bóndi segir lán að ekki hafi verið kalt í veðri.
Rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi, fyrir það sem kallað er réttlæting á hryðjuverkum. Hann kveðst nú ætla í hungurverkfall til að mótmæla dómnum.
Fjöldi fólks var mættur í röð til að komast í sund í Laugardalslaug þegar opnaði í morgun eftir lokun í gær, enda laugarnar ómissandi hluti af jólum sumra. Við kíkjum í pottinn í fréttatímanum.
Og það er ekkert frí í íþróttadeildunum vestanhafs yfir hátíðarnar. Serbinn Nikola Jokic fór hamförum í NBA-körfuboltanum í nótt.