Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. janúar 2025

Þrjátíu mál tengd e.coli hópsmiti í leikskólanum Mánagarði eru komin til Tryggingafélagsins Sjóvár. Foreldrar barns á leikskólanum fara fram á lögreglurannsókn.

Allsherjarverkfall allra kennarafélaganna kemur til greina ef ekki hefur samist í febrúar. Lausn er ekki í sjónmáli.

Þrír skipverjar á Hugin frá Vestmanneyjum eru lausir undan sakamálarannsókn vegna skemmda á vatns- og ljósleiðaraleiðslum. Vestmannaeyjabæjar höfðar skaðabótamál gegn útgerðinni á næstunni.

Evrópa þarf framleiða meira af hergögnum og búa sig undir það versta, segir utanríkismálastjóri Evrópusambandsins og tekur undir með Bandaríkjaforseta um Evrópuríki þurfi fjárfesta meira í varnarmálum.

Loðnuleitarskip hafa fundið loðnugöngur austan við land en ekki er vitað hvort þær eru nógu stórar til gefa út kvóta.

Fjórir hafa látist í kulda og stormi sem gengur yfir stærstan hluta Bandaríkjanna. Snjóað hefur í Suðurríkjunum og aldrei hefur snjóað meira í New Orleans.

Stjörnuhiminninn er óvenju fallegur þessa dagana og afstaða reikistjarnanna áhugaverð fram í febrúar. Nokkrar þeirra eru í beinni röð en það gerðist síðast fyrir 400 árum.

Strákarnir okkar í handboltanum gera sitt besta gegn Egyptum í dag, og aðeins betur ef það er það sem þarf. Liðið styrkir stöðu sína til muna með sigri.

Frumflutt

22. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,