Fimm eru látnir í skógareldunum í Kaliforníu sem virðist ógerlegt að hemja. Vel yfir 130 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna - þeirra verstu - í sögu Los Angeles. Hið fræga Hollywood-skilti gæti orðið logunum að bráð.
Yfirlýsingar Trumps verðandi bandaríkjaforseta um að taka yfir Grænland á að taka alvarlega, segir forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Bændur á þrjú hundruð sjötíu og fimm búum urðu fyrir tjóni í kuldakastinu í júní sem talið er nema rúmum milljarði tjóna. Afurðatjón sauðfjárbænda er mest en uppskerubrestur og kalskemmdir vega líka þungt.
Fleiri Íslendingar eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en mótfallnir, samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti landsmanna vill að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill í stað krónunnar.
Hagfræðideild Landsbankans spáir hjaðnandi verðbólgu og að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði.
Yfir tvö hundruð þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri.
Rekstur Góða hirðisins hefur margfaldast á stuttum tíma en styrkir til góðgerðamála minnkað. Kostnaður við reksturinn er meiri en nokkru sinni fyrr og daglegar sendingar eru mældar í tonnum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúning fyrir HM með æfingaleik gegn Svíþjóð í kvöld.