Forseti Úkraínu segir her sinn hafa unnið sigra í Kursk-héraði í Rússlandi síðustu daga. Rússneskir bloggarar greina frá hörðum átökum í héraðinu.
Húnabyggð vill ekki að Landsnet taki efni úr námum í árfarvegi í sveitarfélaginu við framkvæmdir vegna Blöndulínu þrjú.
Vitjanaþjónusta Heilsuverndar á Akureyri hefur verið lögð niður og læknar sem henni sinntu báðir ráðnir aftur til Heilbrigðsstofnunar Norðurlands.
Olíufnykur hefur angrað íbúa við Strandgötu á Eskifirði í að verða ár. Fyrirtæki sem á húsið við hliðina og olíutanka sem láku hefur ekki brugðist við, jafnvel þótt að dagsektir hafi hlaðist upp í rúma tvo mánuði.
Hátt í 1.600 hafa verið ákærð fyrir að taka þátt í innrásinni í þinghúsið í Bandaríkjunum. Í dag eru fjögur ár frá árásinni - síðar í dag verður kjör Donalds Trumps í embæti forseta staðfest.
Kvikmyndin Emilia Perez var valin besta kvikmyndin í flokki söngleikja og gamanmynda á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær. Leikkonan Demi Moore fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance.
Haldið er upp á þrettándann víða í dag með útiskemmtunum. Þrettándagleði á Djúpavogi hefur verið frestað fram á miðvikudag vegna veðurs.