Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. desember 2024

Risastórar skemmur rísa á varnarsvæði hersins á Miðnesheiði. Þær eiga hýsa „flugvöll í boxi“ sem hægt verður koma upp hér á landi eða annars staðar þar sem þörf kanna verða á. Þetta segir skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Grunur er um olíuflutningaskip tengt Rússlandi hafi átt þátt í skemmdum á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands í gær. Þetta er þriðji sæstrengurinn í Eystrasalti sem skemmist á rúmum mánuði.

Hættustig er í gildi á veginum um Súðavíkurhlíð. Snjóflóð féll á veginn í morgun og íbúar í Súðavík eru innlyksa.

Fimm fréttamenn hjá palestínskri sjónvarpsstöð voru drepnir í árás á útsendingarbíl á Gaza í morgun. Ísraelsmenn segjast hafa verið uppræta hryðjuverkamenn.

Veitur gera ekki ráð fyrir þurfa skerða heitt vatn í kuldakastinu fram undan, en hvetja fólk engu síður til þless fara sparlega með vatnið. Frost gæti farið niður fyrir tuttugu stig í næstu viku.

Það verður tryggja fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, segir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun. Stjórnvöld verði samþykkja stefnu um skaðaminnkun.

Frumflutt

26. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,