Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. desember 2024

Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn sem lentu í vandræðum vegna ófærðar á jólanótt. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi og vegir eru víða ófærir. Hellisheiði, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru á meðal þeirra.

Allt millilandaflug liggur niðri vegna veðurs. Ekki er flogið innanlands á jóladag.

Um fjörutíu manns fórust í flugslysi í Kasakstan í morgun. Vélinni var flogið frá Baku til Grozny en var beint til Kasakstan vegna þoku.

Um tvö hundruð mættu í jólamat hjá Kaffistofu Samhjálpar í gær og enn fleiri í dag. Forstöðukona segir aðstöðuna þýðingarmikla fyrir skjólstæðingana, stundum þetta eina hátíðarmáltíð þeirra.

Rússlandsher gerði harðar árásir á borgir víða í Úkraínu í nótt og í morgun. Úkraínuforseti spyr hvað ómannúðlegra en slíkar árásir á sjálfum jólunum.

Kona sem fann silfursjóð frá víkingaöld í Eiðaþinghá fyrir mörgum áratugum er búin kaupa sér málmleitartæki og hyggur á frekari leit. Fornleifaskráning á Eiðum í sumar rennir stoðum undir kenningar um þar hafi mögulega verið sýslað með mikil verðmæti til forna vegna stórtækrar járnvinnslu.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskar landsmönnum gleðilegra jóla.

Frumflutt

25. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,