Ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins liggur fyrir að mestu leyti. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Prófessor í stjórnmálafræði segir flest benda til að konur verði í meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjár konur standa saman að myndun ríkisstjónar. Þónokkur dæmi séu um að ráðherrar séu utan þings líkt og nýr fjármálaráðherra.
Fimm létust og yfir 200 særðust þegar bíl var ekið inn í jólamarkað í Þýskalandi í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn og ekkert bendir enn til að pólitískir hvatar hafi búið að baki.
Þorláksmessa brestur á með látum samkvæmt Veðurstofunni. Til greina kemur að gefa út gula viðvörun. Veður verður verst um morgun og kvöld en ferðaveður er ágætt um miðjan dag.
Skíðasvæðið Bláfjöllum opnaði í morgun. Rekstrarstjóri segir að þeir allra hörðustu hafi mætt hálftíma fyrir áætlaða opnun og fólk hrúgist í brekkurnar.