Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. desember 2024

ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á blaðamannafundi í Hafnarfirði á morgun. Boðað er til ríkisráðsfundar á Bessastöðum síðdegis.

Bjarni Benediktsson, sem stýrði í morgun síðasta fundi fráfarandi ríkisstjórnar, bíður áhugasamur eftir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

Læknar án landamæra segja skýr merki um þjóðernishreinsanir í norðurhluta Gaza. Ísraelskir hermenn segjast hafa fengið skipanir um drepa hvern sem fyrir þeim yrði á tilteknu svæði.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna hótar verndartollum, kaupi evrópsk ríki ekki meiri olíu og gas af þeim. Evrópusambandið býr sig undir viðskiptastríð.

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við starfsemi og aðbúnað á neyðarvistun Stuðla. Ófullnægjandi húsnæði, valdbeiting, rafrænt eftirlit og of löng neyðarvistun barna eru meðal athugasemda.

Rússlandsher gerði árásir á Kyiv, höfuðborg Úkraínu, í morgun. Staðfest hefur verið einn hafi verið drepinn og tíu særðir. Eyðileggingin er töluverð og víða er rafmagnslaust.

Dótturfélag KEA hefur keypt yfir hundrað leiguíbúðir á Akureyri fyrir rúma fimm milljarða króna. Framkvæmdastjóri segir stöðu leigjenda óbreytta.

Víkingur fær hátt í 900 milljónir króna í verðlaun fyrir árangur í Evrópukeppni í fótbolta. Liðið komst í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í gærkvöldi.

Frumflutt

20. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,