Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. desember 2024

Það er nánast öruggt flokkarnir sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman, mati stjórnmálafræðiprófessors. Samfylking eða Viðreisn fái forsætisráðuneytið í skiptum fyrir fjármála- og utanríkisráðuneyti. Formennirnir hittast eftir hádegi. Nýir þingmenn, sem brátt taka sæti á Alþingi, sátu námskeið um þingstörfin í morgun.

Rússar deila áhyggjum verðandi Bandaríkjaforseta af notkun Úkraínu á langdrægum bandarískum flugskeytum. Þeir segja engar forsendur til hefja friðarviðræður á næstunni.

Læknar hafa samþykkt nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Ríflega áttatíu og sex prósent greiddu atkvæði með samningnum.

Litlu mátti muna tvær flugvélar, önnur farþegavél, skyllu saman yfir Keflavíkurflugvelli í febrúar, vegna mistaka í flugumferðarstjórn.

Landvernd líst illa á áhrif sveitarstjórna á orkuuppbyggingu verði takmörkuð. Framkvæmdastjóri samtakanna segir forgangsraða þurfi orku frekar en auka orkuvinnslu.

Andrés prins er enn á í kastljósi breskra fjölmiðla, vegna kínversks athafnamanns sem hann á í trúnaðarsambandi við. er grunaður um njósnir.

Nöfnurnar Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir voru þær sem flestir Íslendingar flettu upp í leitarvél Google á árinu.

Úkraína, Aserbaídsjan og sigurvegarinn úr viðureign Frakka og Króata verða mótherjar Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Dregið var í riðla í morgun.

Frumflutt

13. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,