Vinnuhópar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins, tveir menn frá hverjum flokki, fjalla nú um einstaka málaflokka í aðdraganda ríkisstjórnarmyndunar. Landskjörstjórn hefur tilkynnt um úthlutun þingsæta í kjördæmunum sex eftir alþingiskosningarnar 30. nóvember.
Leiðtogi HTS-hreyfingarinnar sem kom Bashar al Assad, fyrrum forseta landsins, frá völdum segir nauðsynlegt að draga alla þá sem tóku þátt í stríðsglæpum stjórnarinnar til ábyrgðar. Greitt verði fyrir upplýsingar um fyrrum meðlimi stjórnarinnar og starfsmenn sýrlenska hersins.
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir að ekkert varaafl hafi verið tiltækt þegar rafmagnslaust varð um helgina. Mjög hefur tafist að setja upp nýja varaaflsstöð sem Rarik flutti til Víkur í sumar.
Forsætisráðherra Ísrael mætti í dómssal í fyrsta skipti í dag í spillingarmáli sem staðið hefur í meira en þrjú ár. Netanjahú á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi vegna ásakana um spillingu, mútuþægni og svik.
Iðgjald til náttúruhamfaratryggingar Íslands hækkar um fimmtíu prósent um áramót. Umbrotin á Reykjanesskaga hafa haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu NTÍ.
Enn er von um loðnuvertíð og lagt var upp í leitarleiðangur frá Eskifirði í morgun. Leitin er eins konar undirbúningur fyrir úrslitaleit fleiri skipa eftir áramót. Milljarða verðmæti er í húfi fyrir þjóðarbúið.
BHM og BSRB saka veitingamenn um að grafa undan réttindum launafólks með stofnun nýs stéttarfélags.
Framkvæmdir við vindorkuver Landsvirkjunar í Búfellslundi, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, eru komnar á fullt.
Neytendasamtökin hafa áhyggjur af hækkandi raforkuverði til heimila og smærri fyrirtækja og hvetja stjórnvöld til að setja arðsemisþak á orkusölu til heimila.
Heimsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í Búdapest í morgun. Fimm Íslendingar kepptu strax á fyrsta degi og 25 ára gamalt unglingamet féll.