Formanni Samfylkingarinnar var falið umboð til stjórnarmyndunar í morgun. Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefjast af fullum krafti í dag.
Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að Samfylking og Viðreisn hafi tekið höndum saman um myndun stjórnar.
Tillaga um vantraust á sitjandi forsætisráðherra verður lögð fram á franska þinginu á morgun. Mikið ósætti er á þinginu vegna nýsamþykkts fjárlagafrumvarps.
Rannsókn á banaslysi í Breiðamerkurjökli í ágúst er á lokametrunum. Ekki hefur verið ákveðið hvort nokkur verði ákærður.
Óvíst er að stjórnvöld geti gripið inn í miklar verðhækkanir á raforku á heildsölumarkaði. Viðbúið er að auka þurfi niðurgreiðslu á rafmagni ef hækkanirnar lenda á heimilum og fyrirtækjum.
Það styttist óðum í að skíðafólk geti farið að renna sér niður brekkurnar og líklegt að fyrst verði opnaði í Bláfjöllum. Útlit er fyrir að flest skíðasvæðin verði opnuð fyrir jól.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi á Evrópumótinu í handbolta klukkan hálf átta í kvöld. Leikurinn er úrslitaleikur um sæti í milliriðlum.