Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. nóvember 2024

Þrjár konur og tvær stúlkur hafa verið myrtar hér á landi í ár; jafnmörg stúlknamorð og í aldarfjórðung þar á undan.

Ríkisstjórn Ísraels ræðir eftir hádegið um vopnahléstillögu í Beirút. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hvetja Ísrael til samþykkja tillöguna.

Landskjörstjórn fylgist vel með hvort fresta þurfi alþingiskosningum vegna veðurs. Grímseyingar kjósa mögulega allir utan kjörfundar á fimmtudag svo kjörgögn komist örugglega til skila.

Ekki er hægt ráða af mælitækjum í kringum gosstöðvarnar á Reykjanesskaga landris hafið undir Svartsengi. Rafmagn ætti komast á Svartsengislínu um næstu helgi.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti nýjan kjarasamning við ríkið með miklum meirihluta. Kjaraviðræður félagsins við sveitarfélög og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu standa yfir.

Rússar skutu metfjölda dróna á Úkraínu í nótt. Tíu drónum var grandað við höfuðborgina Kyiv.

Leikskólinn Laugasól í Reykjavík verður rifinn eftir í ljós kom endurbætur borga sig ekki. Framkvæmdir voru stöðvaðar í október vegna þess ástand hússins var mun verra en talið var.

Neyðarboð barst frá vélarvana skipi úti fyrir Austfjörðum á fjórða tímanum í nótt. Björgunarskip kom áhöfninni til bjargar og dró bátinn landi í Neskaupstað í morgun.

Frumflutt

26. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,