Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. október 2024

Forseti Íslands ákveður síðar í vikunni hvort hún fellst á tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hún átti fund með honum í morgun og ræðir við formenn annarra flokka í dag. Forsætisráðherra sagði í morgun það hefði ekki verið verjandi halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar eru sammála um rjúfa þing og boða til kosninga. Kjósa þurfi sem fyrst. Ræða þarf þann möguleika setja á starfsstjórn fram kosningum, segir formaður Samfylkingarinnar.

Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag til ræða framhaldið. Fréttir af stjórnarslitum í gær komu flatt upp á framkvæmdastjóra hennar.

Evrópusambandið fordæmir árásir Ísraelshers á friðargæsluliða í Líbanon. Stjórnvöld í Ísrael hafa krafist þess Sameinuðu þjóðirnar dragi friðargæsluliðið til baka.

Varaformaður Læknafélagsins segir óvissan í stjórnmálunum geti haft áhrif á kjaraviðræður við ríkið. Hann segist vægast sagt hóflega bjartsýnn á árangur náist á samningafundi sem stendur.

Matvælastofnun segir ekkert benda til annars en leyfi verði gefið út til laxeldis í Seyðisfirði fyrir næsta vor. Samkvæmt nýju áhættumati fyrir Seyðisfjörð ógna þrjú eldissvæði í firðinum ekki siglingaöryggi.

Maður sem var handtekinn nærri kosningafundi Donalds Trumps í Kaliforníu á laugardag segir eintóma þvælu hann hafi ætlað ráða Trump af dögum.

Frumflutt

14. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,