ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. október 2024

Ísraelsher drap 9 í árás á blokk í miðborg Beirút í Líbanon í nótt. Íbúum tuttugu og fimm þorpa í suðurhluta landsins hefur verið skipað að flýja.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað aðgangi Samgöngustofu að sameiginlegu sjúkrarskrárkerfi vegna kvartana um meðferð upplýsinganna. Til skoðunar er að loka aðgangi Vinnumálastofnunar.

Talsmaður Norðuráls segir að venjubundið viðhald hafi staðið yfir í álverinu í gær þegar rafmagnstruflanir urðu víða um land. Kerfi Landsnets hefðu átt að bregðast við.

Kjarasamningar náðust milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í nótt. Fjármála- og heilbrigðisráðuneyti eiga að finna lausnir á manneklu á hjúkrunarheimilum fyrir 1. apríl.

Arion banki ætlar að lækka vexti á óverðtryggðum lánum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans.

Sjötíu og sjö prósent þjóðarinnar hafa miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum, samkvæmt nýrri könnun Prósents.

Lög sem sett voru í fyrra í Ungverjalandi til "varnar fullveldinu" eins og það var kallað, brjóta í bága við grundvallarréttindi, að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins - sem ætlar með málið fyrir dómstóla.

Umhverfis- og hvalverndunarsinninn Paul Watson verður í gæsluvarðhaldi á Grænlandi til 23. október. Þá verða rúmir þrír mánuðir frá handtöku hans.

Frumflutt

3. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,