Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. september 2024

Vanskil hjá heimilum og fyrirtækjum aukast líklega á næstu mánuðum mati Seðlabankastjóra sem telur viðskiptabankarnir hafi farið full hratt í hækkun vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum.

Forseti Alþýðusambands Íslands og lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins segja mikilvægt stjórnvöld og lögregla taki mansal og misneytingu á vinnuafli fastari tökum. Verkalýðshreyfingin hafi takmarkaða getu til bregðast við.

Hezbollah skaut í morgun flugskeyti frá Líbanon borginni Tel Aviv í Ísrael. För þess var stöðvuð með loftvarnakerfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hezbollah sendir sprengju svo nálægt borginni.

Verðmætum fyrir tugi milljóna var stolið úr verslunum Elko um helgina með þaulskipulögðum hætti. Lögregla rannsakar hvort innbrotin tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

Tveir erlendir ferðamenn dóu í slysum í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið hafa verið gert til bæta öryggi á fjölförnum ferðamannastöðum.

Um þriðjungur sjúklinga með þrálátt þunglyndi losnaði við einkenni eftir nokkurra vikna meðferð hjá Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Teymisstjóri miðstöðvarinnar segir meðferðina möguleika sem gefi fólki von.

Heimilisleysi blasir við mörgum þegar vetur minnir á sig. Enn er fólki á götunni vísað út af gistiskýlum á morgnanna.

Það var ekki byssuhvellur heldur öllu vinalegra hljóð sem gaf til kynna almenningshlaup væri hafið í Kyiv um helgina.

Dönsk yfirvöld hafa áhyggjur af árangri íþróttamanna sinna á Ólympíuleikum.

Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,