Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. september 2024

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra gefur kost á sér til embættis formanns VG á landsfundi flokksins í byrjun október. Aðrir ráðherrar VG í ríkisstjórn styðja hana til formanns. Svandís vill kosið verði til Alþingis í vor, það hennar pólitíska og persónulega skoðun sem ekki hafi verið rædd í ríkisstjórn.

Tugþúsundir hafa í nótt og í dag flúið heimili sín í Líbanon vegna árása Ísraelshers, sem hefur drepið á sjötta hundruð manna. Fimm hundruð manns hafa flúið til Sýrlands.

Þrjú þúsund íbúðir verða fullkláraðar á þessu ári en verða 2300, það er sjö hundruð færri eftir tvö ár. Framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS segir verði ekkert gert verði staðan enn verri eftir þrjú ár.

Þörf er á langtímavöktun á andlegri og líkamlegri heilsu Grindvíkinga vegna náttúruhamfara á Reykjanesskaga mati landlæknis. Lýðheilsuvísar landlæknis benda til þess Gríndvíkingar séu frekar kvíðnir og þunglyndir en aðrir landsmenn

Hætta er á frumbyggjum Rússlands verði útrýmt vegna umfangsmikillar herkvaðningar, mati skýrsluhöfundar Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttinda í landinu.

Matvælastofnun rannsakar hvort breyta megi verklagi í laxeldi til minnka hættu á netapokar skemmist og eldislax sleppi. Böndin beinast stálkrókum sem notaðir eru þegar nótunum er lyft úr sjó.

Frumflutt

24. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,