Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. september 2024

Ráðherra greinir á um hvort falla eigi endanlega frá brottvísun Yazans Tamimis. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðherra segir stjórnarslitum hafi ekki verið hótað.

Ef ekki verður búið senda Yazan Tamimi og fjölskyldu til Spánar á laugardag færist ábyrgð yfir á íslensk stjórnvöld. Þá rennur út hálfs árs frestur sem Dyflinnarreglugerðin kveður á um.

Enn er til rannsóknar hvar tíu ára stúlka var myrt á sunnudag. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi en hefur ekki verið yfirheyrður síðan í fyrrakvöld.

Flóð og aurskriður hafa orðið á þriðja hundrað bana í Mjanmar. Átján hafa látist í flóðum í Evrópu, í Póllandi hafa þúsundir hermanna verið sendir á vettvang hamfaranna.

Björgunarsveitir leita manni búsettum í Vík í Mýrdal við krefjandi aðstæður. Mannsins hefur verið saknað í rúman sólarhring.

71 árs franskur karlmaður játaði fyrir dómi í morgun hafa í rúman áratug byrlað eiginkonu sinni ólyfjan, nauðgað henni og boðið ókunnugum gera slíkt hið sama. Hann segist sjá eftir öllu og biður um fyrirgefningu.

Fyrstur kemur fyrstur fær mun ekki gilda þegar opnað verður nýju fyrir hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum eignast húsnæði. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun undirbýr draga úr potti umsókna verði eftirspurnin umfram fjárheimildir

Víkingar tylltu sér á topp Bestu deildarinnar eftir stórsigur á Fylki í gærkvöld. Víkingur fær því heimaleik gegn Breiðabliki í lokaumferð úrslitakeppninnar.

Frumflutt

17. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,