Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. september 2024

Katrín Jakobsdóttir eyddi 57 milljónum í forsetaframboð sitt, meiru en nokkur annar og nærri tvöfalt meiru en Halla Tómasdóttir.

Eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga er lokið. Það stóð í tvær vikur. Landris er hafið nýju í Svartsengi.

Miklar skemmdir urðu á þjóðvegi eitt um Mývatnsöræfi í ofsaroki í gær þegar klæðning flettist af veginum á löngum kafla. Verkstjóri hjá Vegagerðinni man vart annað eins veður.

Forseti Úkraínu segist þurfa fleiri vopn til hrekja rússneska herinn á brott. Hann vill nota langdrægar flaugar á rússnesku yfirráðasvæði.

Fjármálaráðherra boðar úrlausn hlutdeildarlána fljótlega. Verktakar bíða með tómar íbúðir og fólk með samþykkt kauptilboð.

Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um bana eldri hjónum í Neskaupstað hefur verið framlengt um mánuð.

Sífelldar tafir og miklir gallar á byggingu nýs Kársnesskóla þýddu Kópavogsbær mátti rifta samningi við verktakafyrirtæki, mati gerðardóms.

Starfsmaður neyðarskýlis borgarinnar, sem skjólstæðingur réðst á svo hann varð óvinnufær um tíma, átti ekki rétt á bótum samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms.

H.C. Andersen verður meðal þeirra sem prýðir nýja danska peningaseðlar sem verða settir í umferð eftir fjögur ár. Þar verður þekkt frammáfólk í danskri og grænlenskri sögu.

Frumflutt

6. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,