Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. september 2024

Koma hefði mátt í veg fyrir dauða 72 sem fórust í bruna í Grenfell-turninum í Lundúnum. Framleiðendur klæðningar á húsinu leyndu vísvitandi eldhættu sem af henni stafaði. Forsætisráðherra Bretlands hefur beðið aðstandendur þeirra sem fórust afsökunar á ábendingar um hættuna hafi verið hundsaðar.

Efla þarf íslenskukennslu fyrir innflytjendur til auka tækifæri þeirra á vinnumarkaði. Um þriðjungur þeirra fær ekki starf í samræmi við menntun og börn innflytjenda standa sig verr í skólum en íslenskir jafnaldrar.

Aðgerðahópur stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis og vopnaburðar ungmenna kom saman í morgun. Tónlistarhátíðinni Stíflunni í Árbæ í Reykjavík hefur verið frestað í samráði við lögreglu.

Kaupfélag Skagfirðinga eignast óbreyttu níutíu og þrjú prósent í Kjarnafæði-Norðlenska. Meirihluti bænda sem átti hlut í kjötvinnslunni hyggst feta í fótspor stærstu hluthafanna og selja sína eign.

Kleifar fiskeldi vill ala tuttugu þúsund tonn af ófrjóum laxi í Fjallabyggð. Sjö sveitarfélögum á Norðurlandi hefur verið boðinn hlutur í félaginu sem annast uppbygginguna.

Sumarið í ár var það kaldasta síðan 1993. Loftþrýstingur hefur aldrei mælst lægri.

Frumflutt

4. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,