Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. ágúst 2024

Hefðu stýrivextir verið hækkaðir fyrr, væru þeir jafnvel byrjaðir lækka, segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sem telur trúverðugleiki Seðlabankans laskaður.

Uppfærð samgönguáætlun er ekki til þess fallin bæta umferð og mun halda vaxtastigi uppi segir formaður Miðflokksins. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins efast um fjárfestinguna.

Fyrstu kaupendur þurfa yfir milljón í tekjur til ráða við afborganir af meðalíbúð. Hagfræðingur segir útlit fyrir hópur hafi orðið undir í samkeppni við fjársterka aðila.

Fjögurra daga landsfundi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum lýkur í kvöld með ræðu Kamölu Harris. Stjórnmálaskýrendur segja hún verði sannfæra kjósendur um það hvers vegna þeir eigi kjósa hana frekar en Donald Trump.

Óháði forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy gæti dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka á næstu dögum. Donald Trump kveðst opinn fyrir því bjóða honum sæti í ríkisstjórn.

Háskólarnir eru byrja og háskólanemum fjölgar. Mesta fjölgun nemenda er í Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands þar sem skólagjöld voru afnumin fyrir þetta skólaár.

Rennsli í Skaftá hefur haldist nokkuð stöðugt síðasta sólarhringinn. Líklegt er talið hlaupið komi úr Vestari-Skaftárkatli, en það hefur ekki verið staðfest. Hlaupið hefur ekki haft áhrif á vegi í nágrenninu.

Frumflutt

22. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,