Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. ágúst 2024

Samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu seinkar umtalsvert og kostnaður stóreykst, miðað við breytingar sem gerðar hafa verið á samgöngusáttmálanum. Innviðaráðherra boðar sýnilegar samgöngubætur innan tveggja ára.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur ályktun VG ekki til sín og þykir hún tilhæfulaus. Í ályktuninni segir með því frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna hafi hann stutt atlögu Ísraelsríkis mannúðaraðstoð á Gaza.

Pípulagningameistarar, hafa verið sérstaklega eftirsóttir síðan í gærkvöld þegar skrúfað var fyrir heita vatnið hjá þriðjungi þjóðarinnar. Það hefur verið mikil traffík í sundlaugunum þangað sem fólk leitar til til baða sig.

Joe Biden Bandaríkjaforseta var fagnað eins og rokkstjörnu á fyrsta degi landsfundar Demókrataflokksins. Hann segir glæpum eigi eftir fækka enn meira þegar saksóknari verði valinn í Hvíta húsið frekar en dæmdur glæpamaður.

Frumkvæði skógrækt við Saltvík í Norðurþingi kom frá sveitarfélaginu segir stjórnarformaður Yggdrasils Carbon. Ekki er reiknað með kolefnisbindingu umram losun fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 ár.

Flestir grunnskólanemar skólagögn afhent í skólanum og þurfa lítið burðast með milli skóla og heimilis. Skólastjóri segir foreldra þurfa taka mið af þessu við val á skólatösku.

Endurvekja á skólahald í Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi. Nemendurnir í vetur verða tveir, takist ráða kennara.

Frumflutt

20. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,