Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. ágúst 2024

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skoðar kæra útgáfu virkjunarleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddvitinn segir ábata nærsamfélagsins af virkjuninni engan.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bel-gorod héraði í Rússlandi vegna árása Úkraínumanna í þar. Innrásarherinn hefur lagt undir sig mikið land í nágrannahéraðinu Kursk.

Barna- og menntamálaráðherra segir það sérstaka nálgun hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði tala um sveitarfélögum hafi verið stillt upp við vegg með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum.

Starfsumhverfi lækna á Íslandi hefur lengi verið mjög erfitt og úrbætur gerast hægt, sögn formanns Læknafélags Íslands. Grípa verði fast í handbremsuna áður en það er of seint.

Móðir 14 ára drengs sem skilinn var eftir á flugvellinum í Róm vegna þess yfirbókað var í flug Wizz air til Keflavíkur segir fátt um svör frá flugfélaginu.

Alsírska hnefaleikakonan og ólympíumeistarinn Imane Khelif, sem varð fyrir miklu aðkasti á Ólympíuleikunum hefur höfðað mál vegna neteineltis, meðal annars gegn rithöfundinum J.K. Rowling og auðkýfingnum Elon Musk.

Frumflutt

14. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,