Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. ágúst 2024

Sex þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í Bretlandi vegna yfir þrjátíu mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið í dag. Yfirvöld heita því ofbeldi og skemmdarverk verði ekki liðin.

Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi nær líklega efri mörkum í lok næstu viku. Búast við stærra eldgosi eftir því sem meiri kvika safnast þar fyrir.

Maður sem kýldi forsætisráðherra Danmerkur í byrjun júní hlaut í morgun fjögurra mánaða dóm. Honum verður vísað úr landi og ekki snúa til baka næstu sex árin.

Fraktflugvél með hundruð apa á leið frá Máritíus til Bandaríkjanna, þar sem þeir verða nýttir til tilrauna, er væntanleg til millilendingar hér á landi í dag. Forstjóri Matvælastofnunar segir yfirvöld í Belgíu, síðasta viðkomustað flugvélarinnar, hafa grandskoðað hana og telji aðbúnaður dýranna ásættanlegur.

Grunur er um neyðarboð við Kerlingafjöll hafi verið gabb og verður það rannsakað af fullum þunga, sögn yfirlögregluþjóns. Viðurlög við fölsku neyðarboði geta verið sektir eða fangelsisvist.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið undirbúning fræðsluátaks um lagningu á þakpappa vegna fjölda eldsvoða sem upp hafa komið undanfarin ár.

Frumflutt

7. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,