Íslensk fjölskylda var flutt á sjúkrahús á Krít eftir að hópur manna réðst á hana á skemmtistað.
Viðbragðsaðilar segja kraftaverki líkast að kona sem fór í sjóinn aðfaranótt sunnudags fannst heil á húfi, einum og hálfum sólarhring síðar. Hún komst sjálf í land í Engey og ætlaði að synda til baka þegar skipverjar komu auga á hana í sjónum.
Talsverður erill hefur verið hjá björgunarsveitum í júlí. Nokkuð hefur verið um erfið útköll, meðal annars var hópi fólks bjargað úr sjálfheldu við Kambshorn, rétt hjá Höfn í Hornafirði, með því að síga eftir því úr þyrlu.
Utanríkisstefna Bandaríkjanna gæti orðið of miðuð að eigin hagsmunum með J.D. Vance, í stóli varaforseta, það yrðu vondar fréttir fyrir Evrópu og hræðilegar fyrir Úkraínu, segir evrópskur stjórnarerindreki.
Frjósemi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því að mælingar hófust um miðja nítjándu öldina. Til að viðhalda mannfjölda þarf hver kona að fæða 2,1 barn að meðaltali. Það hefur ekki gerst hér síðastliðin tólf ár.
Síðasti dagur strandveiða var í gær. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að Fiskistofa eigi ekki að geta stöðvað veiðar áður en tímabilinu lýkur í ágúst.
Hundasúra hefur fundist í Surtsey, sem er eyja andstæðna segir leiðangursstjóri vísindamanna í eynni, breytingar sjást á vistkerfinu.
Áhrifa bandarísku tónlistarkonunnar Taylorar Swift gætir víða. Tónleikar hennar á Bretlandi í júní ýttu undir verðbólgu í þjónustugeiranum og gætu haft áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun Englandsbanka.