Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. júlí

Mohamad Kourani var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í Reykjavík og brot gegn valdstjórninni. Hann var dæmdur sekur í öllum ákæruliðum.

Sjötugur maður hefur verið ákærður fyrir bana sambýliskonu sinni á Akureyri í apríl. Saksóknari fer fram á gæsluvarðhald verði framlengt.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist heppinn vera á lífi. Það ótrúleg tilviljun hann hafi litið til hliðar á sama augnabliki og skotið var á hann.

Fyrirtækið Heidelberg verður krafið frekari svara vegna mögulegrar umhverfishættu af mölunarverksmiðju sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi. Annað umhverfismat er ekki útilokað.

Sjávarafli í júní dróst saman um fimmtung á milli ára. Forstjóri Vinnslustöðvarinnar segir þó ekki ástæðu til örvænta, makríllinn kominn og veiðist vel.

Hótel á Austurlandi hafa brugðist við samdrætti með því lækka verð og lokka Íslendinga til ferðast innanlands. Áttatíu prósent gesta á Hótel Hallomsstað eru Íslendingar sem eru komnir austur í veðurblíðuna. Ekki eru allir aufúsugestir fyrir austan; í Eiðaþinghá hefur orðið vart við lúsmý í fyrsta sinn. .

Spánverjar eru Evrópumeistarar í fótbolta, eftir 2-1 sigur á Englendingum. Fagnað var ákaft á Spáni í gær, en stemningin var öllu dauflegri í Englandi.

Frumflutt

15. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,