Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11.júlí 2024

Íslenska ríkið hafnar greiðslu bóta vegna andláts Andemariams Beyenes. Hann gekkst undir plastbarkaaðgerð í Svíþjóð fyrir rúmum áratug. Lögmaður ekkju hans segir málinu ekki lokið.

Sífellt fleiri Demókratar hvetja Biden Bandaríkjaforseta til þess hætta við framboð sitt. Blaðamannafundur sem hann heldur í kvöld gæti reynst afar þýðingarmikill fyrir framhaldið.

Talsmaður rússneskra stjórnvalda segir Rússar undirbúi aðgerðir gegn þeirri alvarlegu ógn sem stafi af Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hertóku skip sem þeir segja hafi flutt korn ólöglega frá Krímskaga.

Matvælastofnun hefur lokað fiskvinnslunni Hrísey Seafood tímabundið. Aðbúnaður hafi ógnað heilsu og öryggi neytenda.

Íbúar undir Eyjafjöllum mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu hótels og baðlóns í sveitinni. Um 70 íbúar afhentu sveitarfélaginu undirskrifarlista í gær.

Tæplega 80 þúsund erlendir ríkisborgarar eru skráðir með búsetu hér á landi. Þeim fjölgaði um tæplega 4.500 í fyrra.

Veðrið leikur við íbúa Austurlands þessa dagana. Hitinn er um og yfir 20 gráðum, dag eftir dag. Margir hafa lagt leið sína austur til njóða blíðunnar sem spáð er um helgina. Þar eru tjaldstæðin þétt skipuð.

Frumflutt

11. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,