Eldur logar í veitingastað á Höfðatorgi á horni Borgartúns og Katrínartúns. Slökkviliðið er með mikinn viðbúnað.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, faðmaði eiginkonu sína og föður þegar hann lenti í Canberra í Ástralíu í morgun. Assange þakkaði forsætisráðherra Ástralíu fyrir að bjarga lífi sínu.
Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu hófst í dag. Sakborningur í málinu neitar að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana.
Tíu börn á dag missa útlimi á Gaza samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Næstum því allir á Gaza búa við fæðuskort, samkvæmt nýrri skýrslu.
Mannréttindastofnun Íslands markar tímamót í mannréttindamálum. Stofnunin verður sjálfstæð og fær víðtækar heimildir til eftirlits.
Hætta vegna fuglaflensu er að mestu liðin hjá og Matvælastofnun hefur fellt óvissustig úr gildi. Flensan hefur ekki greinst í neinum villtum fuglum á þessu ári.
Grásleppusjómaður á Patreksfirði óttast milljónatap eftir kvótasetningu grásleppu. Hann hefur fjárfest í tveimur bátum og veiðileyfum en hefur ekki næga veiðireynslu til að fá kvóta.
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar er andvígur því að Hamarsvirkjun fari í verndarflokk. Það séu vonbrigði að þing hafi ekki afgreitt ramma um vindorku.
Riðlakeppni EM í fótbolta lýkur í dag með fjórum leikjum. Aðeins eitt af átta liðum er með öruggt sæti í 16 liða úrslitum.