ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. júní 2024

Matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. leyfi til að veiða 128 langreyðar í ár. Ráðherra segist þurfa að fara að lögum en að ákvörðunin gangi gegn eigin skoðunum.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að seinagangur ráðherra hafi þegar slátrað vertíðinni. Hvalfriðunarsinni segir mikil vonbrigði að ráðherra hafi skort hugrekki til að fylgja eigin sannfæringu.

Hátt settur embættismaður innan Hamas segir samtökin styðja vopnahléstillögur sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöld. Utanríkisáðherra Bandaríkjanna vill hins vegar opinbera staðfestingu frá leiðtoga Hamas á Gaza.

Mælt er með því að börn séu inni í dag og að íþróttaæfingar utandyra séu felldar niður á höfuðborgarsvæðinu vegna mengunar frá eldgosinu við Sundhnúk. Þetta er ein mesta mengun sem mælst hefur frá því eldsumbrotin hófust á Reykjanesskaga.

Þrjú skemmtiferðaskip með yfir sex þúsund farþegum komu til hafnar á Akureyri í gær og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degi það sem af er sumri.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands fær formlega sæti á lista Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í dag, fyrir varðveislu menningararfs. Félagið er hið fyrsta á Íslandi til að hljóta þessa viðurkenningu

Dagbjartur Daði Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson keppa báðir í spjótkasti á Evrópumótinu í frjálsíþróttum í dag. Dagbjartur hefur þegar lokið keppni og var töluvert frá sínu besta kasti.

Frumflutt

11. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,