Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. maí 2024

Saksóknari við Alþjóða sakamáladómstólinn hefur farið fram á gefin verði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og leiðtoga Hamas samtakanna á Gasa.

Forseti og utanríkisráðherra Írans fundust látnir í braki þyrlu sem fórst í norðvesturhluta landsins í nótt. Fimm daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir.

Vandræði komu upp á kjörstað á Tenerife þar sem til stóð kjósa utan kjörfundar í forsetakosningunum í dag. Færri kjörseðlar voru á staðnum en kjósendur og þurftu sumir frá hverfa.

Umferðin um Hvítasunnuna hefur mestu gengið áfallalaust fyrir sig og lögreglan segir engin alvarleg slys hafi verið tilkynnt.

Stefnt er því opna fyrstu hesta einangrunar- og sæðisstöðina hér á landi næsta vor. Eftir það verður hægt selja fryst sæði úr gæðingum út um allan heim, en í dag þarf selja hestana úr landi eigi rækta frá þeim erlendis.

Afturelding hefur tekið forystuna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.

Frumflutt

20. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,