Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. maí 2024

Viðhorf tryggingafélaga til geðsjúkdóma eru gamaldags, mati framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Alvarlegt heilbrigðistryggingar nái ekki utan um geðrænan vanda, eins og staða manns sem veiktist á ferðalagi í Bandaríkjunum sýni.

Slagsmál brutust út í þinginu í Georgíu í morgun í umræðum um umdeilt lagafrumvarp um erlent eignarhald fjölmiðla og samtaka. Frumvarpið var samþykkt í hádeginu.

Rússar segjast sækja djúpt inn fyrir varnir Úkraínumanna í Kharkiv-héraði og hafi hertekið annað þorp þar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir aðstoð þeirra til Úkraínu á leiðinni.

Þeim sem eru á flótta innan eigin lands fjölgaði mikið vegna stríðsátaka í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.

Talsverð brögð eru af því á fyrstu dögum strandveiða sjómenn veiði umfram leyfilegan dagskammt. Umframaflinn, sem er kominn í 45 tonn, dregst frá heildaraflamarkinu.

Íslenskur læknir tók þátt í sinna þeim sem slösuðust þegar íbúðarbygging hrundi í borginni George í Suður-Afríku fyrir rúmlega viku. 32 eru látnir og enn er leitað fólki í rústunum.

Vatnslögn til Vestmannaeyja er enn mikið skemmd og óvíst hvort það verður gert við hana í sumar. Bæjarstjóri segir Eyjamenn vilji ekki upplifa annan vetur með skaddaða vatnslögn.

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,