Hádegisfréttir

02.05.2024

Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tugmilljóna króna þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi.

Stúdentamótmæli í Bandaríkjunum halda áfram og voru ríflega þúsund handteknir í nótt.

Sérfræðingur í gjörgæslulækningum barna hvetur barnshafandi konur til þiggja bólusetningu við kíghósta, sýkingin er lífshættuleg ungbörnum. 17 tilfelli hafa greinst hér á árinu.

Dráp Ísraelshers á átta ára dreng á Vesturbakkanum í nóvember er öllum líkindum stríðsglæpur, samkvæmt sérfræðingum sem breska ríkisútvarpið ræddi við.

Sala á nýjum bílum hefur hrunið það sem af er ári. Sala á dísel- og bensínbílum eykst á meðan sala á rafmagns- og hybrid bílum dregst saman.

Búist er við breski Íhaldsflokkurinn fái slæma útreið í sveitarstjórnarkosningum sem hófust í Englandi í morgun. Það gæti gefið tóninn fyrir þingkosningar síðar á þessu ári.

Ekkert bendir til þess búast megi við makríl við vesturströnd íslands í sumar. Stofninn hefur minnkað mikið síðustu ár og markríll ekki sést í íslensku lögsögunni lengi.

Strandveiðitímabilið hófst í morgun. Ríflega fimmhundruð og fjörutíu útgerðir smábáta hafa tryggt sér leyfi til strandveiða - heldur fleiri en á sama tíma í fyrra.

Fulltrúar Matvælastofnunar taka sýni til kanna hvort lundar sem fundust dauðir í fjöru á Dalvíki hafi drepist úr fuglaflensu.

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,